Byggjum upp skólaþjónustu til framtíðar – taktu þátt!
Ásmundur Einar Daðason

Í síðustu viku var tilkynnt um viðamiklar breytingar á menntakerfinu og áform um ný heildarlög um skólaþjónustu. Í þeirri vinnu gegnir samráð við hlutaðeigandi lykilhlutverki til að koma sem best til móts við þarfir haghafa skólasamfélagsins og tengdra þjónustukerfa. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hefur sent boð til haghafa þar sem þeir eru hvattir til að bjóða sig fram og taka þátt í að móta skólaþjónustu til framtíðar.

Markmið þessara nýju laga er að tryggja jafnræði í þjónustu við börn og ungmenni í leik-, grunn- og framhaldsskólum óháð aldri, uppruna og búsetu, mæta ákalli um aukna ráðgjöf og stuðning við starfsfólk og stjórnendur á vettvangi skólans, efla þverfaglega samvinnu og samþættingu milli skóla- og þjónustustiga í þágu farsældar barna og tryggja öllum skólum faglegt bakland í sínum fjölbreyttu verkefnum.

Ráðherra kallar eftir víðtæku samráði við haghafa skólasamfélagsins og tengdra þjónustukerfa, þar á meðal barna og ungmenna, foreldra, kennara, stjórnenda og starfsfólks leik-, grunn- og framhaldsskóla, frístundaheimila, félagsmiðstöðva, skólaþjónustu og annarra þjónustukerfa.

Öll sem hafa áhuga á þessari vinnu eru hvött til að taka þátt í að móta skólaþjónustu til framtíðar. Samráðshópar munu taka til starfa á næstu vikum og er áhugasömum bent á að skrá sig eða senda ábendingar fyrir lok dags 4. nóvember nk. með því að senda póst á netfangið mrn@mrn.is með „Skólaþjónusta“ í efnislínu.

Nýjustu fréttir

Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.