Flóttamenn til Eyja án samráðs við bæinn

„Ein­hliða ákvörðun rík­is­ins um að leigja hús­næði fyr­ir flótta­fólk í Vest­manna­eyj­um ger­ir sveit­ar­fé­lag­inu mun erfiðara fyr­ir að sinna nauðsyn­legri þjón­ustu. Íris Ró­berts­dótt­ir, bæj­ar­stjóri Vest­manna­eyja, seg­ir gagn­rýnina fyrst og fremst snúa að sam­starfs­leysi rík­is­ins við Vest­manna­eyj­ar­bæ,“ segir á mbl.is.

„Það sem við erum að gagn­rýna er að þetta sam­starf og sam­tal á sér ekki stað áður en ríkið tek­ur ákvörðun um að leigja hús­næði í sveit­ar­fé­lag­inu og það er það sem við höf­um áhyggj­ur af. Það er ekki boðlegt að við heyr­um út und­an okk­ur að það sé verið að taka húsnæði á leigu fyr­ir flótta­fólk,“ seg­ir Íris í samtali við mbl.is.

Sveit­ar­fé­lagið þarf að veita þjón­ust­una

„Í und­ir­bún­ingi er að taka við fleiri flótta­mönn­um til Vest­manna­eyja á næstu vik­um og mánuðum. Nú þegar eru sjö flótta­menn komn­ir í bæj­ar­fé­lagið en sveit­ar­fé­lagið veit ekki hversu mörg­um þau eiga von á. Sveit­ar­fé­lagið tel­ur sig geta sinnt mjög vel í kring­um 12 manns en flótta­fólkið sem bæt­ist við geti verið allt að 30.“ segir einnig.

Nýjustu fréttir

Minningar um gos – söngvar og sögur í Eldheimum
„Fínasti vertíðarfiskur”
Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.