ÍBV lauk tímabilinu með reisn

ÍBV endaði tímabilið með sigri, 1:0 á Leikni á Hásteinsvelli og er í öðru sæti neðri hluta Bestu deildarinnar með 32 stig. Öll síðasta umferðin fór fram í dag og hófust leikirnir klukkan 13.00. Breiðablik eru Íslandsmeistarar og Keflvíkingar á toppi neðri hlutans með 37 stig. Fram er í þriðja sæti með 31 stig. FH hangir uppi á markatölu, með 25 stig eins og Skaginn og Leiknir er á botninum með 21 stig.

Það var ekki mikið undir í leik ÍBV og Leiknis en heilt yfir voru heimamenn sterkari og uppskáru rétt í lokin þegar Breki Ómarsson átti góða sendingu á Arnar Breka sem skoraði. ÍBV sótti í sig veðrið eftir því sem leið á mótið og ætti að vera vel undirbúið undir átökin í Bestu deildinni næsta sumar.

Marki fagnað.

Mynd: Sigfús Gunnar

Nýjustu fréttir

„Fínasti vertíðarfiskur”
Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.