�?essari keppni er ætlað að þjálfa dróttskáta og ungliða björgunarsveita í útivist og ferðamennsku um óbyggðir Íslands. Keppnin felur í sér 30 tíma ratleik sem hefst í skíðaskála Víkings klukkan 7:00 að laugardagsmorgni og endar við sundlaugina í Hveragerði klukkan 14:00 á sunnudegi.
Keppnin á laugardegi og sunnudegi fer fram á Hellisheiði og Hengilssvæðinu þar sem skátarnir leysa þrautir sem reyna á þekkingu og hæfni þeirra í útivist og ferðamennsku. �?rautirnar geta falið í sér að svara spurningum um hæstu fjöll jarðar, síga í klettum og æfa snjófljóðaleit svo fátt eitt sé nefnt.
Á sunnudegi lýkur keppninni formlega við sundlaugina í Hveragerði með grillveislu og verðlaunaafhendingu ásamt hópmyndatöku. Keppendur skola síðan af sér ferðarykið í sundlauginni.
Veglegir vinningar eru í boði fyrir fyrstu 3 sætin og aðra sem hafa skarað fram úr á ákveðnum sviðum.
Stór hópur eldri skáta og björgunarsveitafólks kemur að skipulagningu keppninnar.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst