Framlengja samninginn um rekstur Herjólfsbæjar

Málefni Herjólfsbæjar í Herjólfsdal voru til umræðu á fundi bæjarráðs í vikunni. Fyrir bæjarráði lá beiðni frá Eyjatours ehf., sem hefur annast endurbætur, uppbyggingu og rekstur Herjólfsbæjar skv. samningi þar um, sem gildir til fjögurra ára, um framlengingu samningsins um nokkur ár. Í erindinu koma fram upplýsingar um þær endurbætur á Herjólfsbæ sem ráðist hefur verið í af hálfu fyrirtækisins, kostnaður félagsins af umræddum endurbótum, framtíðarsýn um Herjólfsbæ og ósk um að framlengja samninginn, m.a. svo fjáfesting félagsins skili sér að mestu leyti til fyrirtækisins.

Bæjarráð lýsir í niðurstöðu sinni ánægju með framgang verkefnisins og bindur vonir við að Herjólfsbær verði vinsæll viðkomustaður fyrir ferðamenn og Vestmannaeyinga í framtíðinni. Bæjarráð samþykkir jafnframt að framlengja samninginn til 31. október 2026 og bæta inn framlengingarákvæði þar sem heimilt verður að framlengja samninginn um 2 ár.

Nýjustu fréttir

Minningar um gos – söngvar og sögur í Eldheimum
„Fínasti vertíðarfiskur”
Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.