Veðrið dásamlegt allan túrinn
Vestmannaey VE og Bergur VE við bryggju í Eyjum.

Bergur VE kom til Vestmannaeyja á þriðjudagsmorgun með fullfermi. Löndun hófst strax úr skipinu og náði heimasíða Síldarvinnslunnar tali af Ragnari Waage Pálmasyni skipstjóra. „Þetta er mest ýsa og lýsa sem við erum með. Lýsan fékkst í Skeiðarárdýpinu en annar afli á Ingólfshöfða og í Breiðamerkurdýpi. Það er ekki hægt að kvarta undan neinu – aflinn var góður og veðrið var hreint út sagt dásamlegt allan túrinn. Það er allt svo mikið léttara þegar tíðin er svona einstök og þá liggur líka svo vel á mönnum,“ segir Ragnar.

Vestmannaey VE kom síðan til Eyja sídegis sama dag og var einnig með fullfermi. Birgir Þór Sverrisson skipstjóri talar um veðrið rétt eins og Ragnar og dásamar það. „Það var stafalogn allan túrinn, alveg himnesk blíða. Við byrjuðum á að leita að ufsa og drógum grunnin austur. Eins og venjulega skilaði ufasaleitin sorglega litlum árangri. Við enduðum síðan í Breiðamerkurdýpinu. Aflinn var mest ýsa. Það er ekki hægt að kvarta undan aflabrögðum en við vorum rétt rúma fjóra sólarhringa í túrnum,“ segir Birgir.

Nýjustu fréttir

Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra
Dagvistunarmál til umræðu á fundi fræðsluráðs
Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.