Guðni Ágústsson er lagður af stað út í Eyjar til að kynna bók sína, Guðni: Flói bernsku minnar á veitingastaðnum Einsa Kalda á milli 12.00 og 13.30. Boðið verður upp á dýrindis súpu og góða skemmtun.
Guðni Ágústsson ólst upp í Flóanum upp úr miðri síðustu öld í sextán systkina hópi – með annan fótinn í fornum tíma. Hér sest hann upp í bíl og býður lesandanum í ferð á vit æskustöðvanna í fortíð og nútíð.
Guðni segir sögur af fólki, jafnt kynlegum kvistum sem virðulegum stórmennum. Hann er einlægur í frásögnum sínum en glettnin er aldrei langt undan. Og merkja má söknuð eftir veröld sem var, þegar hugur var í mönnum og sveitirnar að styrkjast.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst