Vestmannaeyjahlaupið fór fram í ágætis veðri í dag. 23 þáttakendur voru skráðir í 10 km hlaupið og kom Þórólfur Ingi Þórsson fyrstur í mark þar á tímanum 00:34:51. Sigurjón Ernir Sturluson var annar í mark á tímanum 00:35:11. Fyrst kvenna í 10 km hlaupinu var Íris Dóra Snorradóttir og hljóp hún á 00:40:03. Fríða Rún Þórðardóttir var önnur á tímanum 00:40:56.
Í 5 km hlaupinu voru 86 skráðir til leiks og kom Eyjamaðurinn Hlynur Andrésson fyrstur í mark á tímanum 00:15:31. Daníel Snær Eyþórsson var annar á tímanum 00:18:16. Fyrst í kvennaflokki var Helga Guðný Elíasdóttir og hljóp hún á 00:19:49. Mari Jarsk var önnur á tímanum 00:21:32.
Hér má kynna sér öll úrslit dagsins.
Halldór B. Halldórsson fylgdist með hlaupinu í gegnum linsuna. Sjá má myndband hans hér að neðan.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst