Drífa Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs Vestmannaeyjabæjar fór yfir – á fundi bæjarráðs – drög að skýrslu faghóps sem skipaður var af bæjarráði í maí.
Hópurinn hafði það verkefni að fara yfir tillögur framkvæmdastjóra fjölskyldu- og fræðslusviðs um hagræðingar á fræðslusviði og meta, í samráði við skólastjórnendur, hvaða kostir væru í stöðunni m.t.t áhrifa á þjónustu og starfsemi. Vinna hópsins er langt komin og verða endanleg drög lögð fyrir bæjarráð á næsta fundi.
Ýmsar hagræðingar hafa þegar komið til framkvæmda í skólunum frá hausti 2025 sem áætlað er að spari um 27 m.kr. á haustönninni. Áætlaður viðbótarlaunakostnaður fyrir árið 2025 vegna kjarasamninga var áætlaður 110-115 m.kr. en getur orðið nær 140 milljónir. Því er óskað eftir rekstrarviðauka upp á 115 milljónir kr. til að mæta þessum aukna launakostnaði.
Viðaukinn er fjármagnaður með handbæru fé, og var hann samþykktur af hálfu bæjarráðs Vestmannaeyja.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst