Öldrunarþjónusta Vestmannaeyjabæjar var til umfjöllunar á fundi fjölskyldu- og tómstundaráðs Vestmannaeyja í sl. viku.
Kolbrún Rúnarsdóttir, deildarstjóri stuðningsþjónustu og Thelma Tómasdóttir, verkefnastjóri öldrunarþjónustu lögðu fram á fundinum yfirlit yfir heimaþjónustu á árinu 2023.
Fram kom að Vestmannaeyjabær hafi veitt stuðningsþjónustu til um 128 þjónustuþega að meðaltali á mánuði árið 2023. Hlutverk stuðningsþjónustu er m.a. að veita aðstoð við almennt heimilishald s.s. þrif og útréttingar og aðstoð við persónulega umhirðu og félagslegan stuðning. Að meðaltali voru um 60 aðilar með heimsendan mat á dag.
Vestmannaeyjabær hefur heimild til að reka 10 almenn dagdvalarrými og 5 sértæk rými fyrir einstaklinga með heilabilun. Um 19 þjónustuþegar nýta sér þjónustu Bjargsins dagdvalar að jafnaði ýmist alla virka daga, hluta úr degi eða ákveðna daga í viku.
Ýmis verkefni voru í gangi á síðasta ári eins og “Út í sumarið”, “Létt og skemmtilegt”. Ýmsir viðburðir í formi fræðslu og skemmtana og fræðslufyrirlestrar í samstarfi við Janus heilsueflingu. Þá var endurnýjaður samningur við Janus heilsuefling 65 um áframhald á því verkefni.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst