Á fjórða hundrað skrifað undir
Eldfell Yfir Cr
Myndin er tekin á Eldfelli.

Líkt og greint var frá í byrjun vikunnar hér á Eyjafréttum var sett af stað undirskriftasöfnun vegna fyrirhugaðra framkvæmda við og á Eldfelli. Til stendur að reisa þar göngustíg og minnisvarða til minningar um að 50 ár voru liðin frá eldsumbrotum á Heimaey í fyrra.

„Mótmæli gegn fyrirhugaðri röskun á Eldfelli vegna listaverks. Við undirrituð mótmælum fyrirhugaðri röskun á ásýnd, og tilheyrandi kostnaði við gerð listaverks á Eldfelli.”

segir í yfirskrift undirskriftasöfnunarinnar. Nú þegar hafa 316 einstaklingar skrifað undir en fram kemur á síðunni að undirskriftasöfnunin standi til 15. janúar 2025.

Í skipulagsáætlun segir m.a. að listaverkið samanstandi af tveimur, að því er virðist, sjálfstæðum hlutum: litlu skjóli, eða skála, og göngustíg sem liggur upp og niður hlíðar Eldfell. Útsýnis punktur staðsettur í miðju skálans býður upp á ákveðið sjónarhorn til að skoða verkið í heild sinni. Frá þessum útsýnis punkti mætast hringlaga göngustígur fjallsins og þak skálans og mynda fullkominn hring um Eldfellsgíginn. Þessi sjónrænu áhrif nást með myndleysi (anamorphosis), gömlu sjónarhornsbragð þar sem ílangt form virðist öðruvísi þegar það er skoðað frá ákveðnu sjónarhorni.

Nýjustu fréttir

Eyjakona og drottning íslenskrar knattspyrnu
Bæjarstjórnarfundur í beinni
Andri Erlingsson til Kristianstad
Verulegur munur á tilboðum í flóðlýsingu Hásteinsvallar
Minningar um gos – söngvar og sögur í Eldheimum
„Fínasti vertíðarfiskur”
Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.