Varð að samkomulagi að ég deildi þessu ársleyfi niður á tvö ár og kenndi með náminu í hálfu starfi. �?að gekk ágætlega upp þar sem ég var í Stýrimannaskólanum fyrir hádegi og kenndi svo eftir hádegið enda slapp ég við greinar á borð við íslensku, stærðfræði og tungumál. Aftur á móti varð ég að taka próf í þeim um vorið eins og aðrir. �?g var langelstur í bekknum, hefði getað verið faðir flestra bekkjarfélaganna, en það skipti ekki nokkru máli, þett voru fínir peyjar.
…
Reykjavíkurvaldið sterkara
Á tíunda áratug síðustu aldar voru stýrimannaskólarnir orðnir þrír, í Reykjavík, í Eyjum og á Dalvík. Flestir voru sammála um að þetta væru of margir skólar og nægði að hafa einn slíkan enda var það tillaga menntamálaráðuneytisins að tveir skyldu lagðir niður. Bæði skólanefnd og kennarar í Eyjum lögðu á það ríka áherslu að skólinn yrði í Vestmannaeyjum og reru að því öllum árum að við fengjum að halda honum hér.
En þungavigtarmenn af Reykjavíkursvæðinu fengu því framgengt að Stýrimannaskólinn í Reykjavík skyldi hér eftir verða eina stofnunin sem sæi um skipstjórnarmenntun á Íslandi. Ráðherra ákvað að svo skyldi verða. �?ar vó þungt á metum að hann var elstur skólanna þriggja, best tækjum búinn og flestir nemendur þar á þeim tíma. Auk þess var þarna ekki komin til sögunnar sú þróun að flytja stofnanir frá höfuðborgarsvæðinu út á landsbyggðina. Reynt var að stinga dúsu upp í menn hér, með tilkynningu um að komið yrði á fót sjávarútvegsbraut við Framhaldsskólann hér.
Sú braut fékk aldrei það aðdráttarafl sem Stýrimannaskólinn hafði og hefur enn enginn útskrifast af henni.
�?etta nám á heima í Vestmannaeyjum
Nú, tíu árum eftir að þetta óheillaskref var stigið, hillir undir að skipstjórnarnámið komi aftur til Eyja og er það fagnaðarefni. Mönnum er farið að skiljast að slíkt nám á frekar heima í útgerðarbæ en á stað þar sem menn virðast hafa hálfgerðan ýmigust á öllu því er tengist sjómennsku. Til að mynda er búið að breyta nafninu á skólanum í Reykjavík, hann heitir ekki lengur Sjómannaskólinn heldur Fjöltækniskólinn og í Reykjavík heitir sjómannadagshelgin núna því virðulega nafni Hátíð hafsins! Sem sagt ekkert sem gæti minnt á slor og annan ófögnuð og gæti farið í fínu taugarnar á höfuðborgarbúum.
Greinin birtist í heild sinni í Fréttum en auk þess er rætt við Svein Magnússon, sem vinnur að undirbúningi skipstjórnarnáms í Eyjum, �?laf H. Sigurjónsson, skólameistara Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum og Stefán Birgisson, skipstjóra sem stundaði nám við Stýrimannaskólann í Eyjum og Friðjón Jónsson, sem hefur áhuga á að sækja skipstjórnarnám í Eyjum.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst