Fyrir ákaflega mörgum árum gegndi skrifari starfi æskulýðsfulltrúa Vestmannaeyja. �?ví fylgdi meðal annars að sjá um starfsemi Félagsheimilisins við Heiðarveg, sem nú heitir Kvika. �?etta var á margan hátt áhugavert og skemmtilegt starf. Skrifari kynntist á þeim árum mörgu áhugaverðu fólki sem m.a. kom til Eyja til að kynna hvers konar starfsemi og áhugamál, trúmál og fleira. Til að mynda voru Vottar Jehóva tíðir gestir í Félagsheimilinu sem og aðrir boðberar trúarlegra efna. Og oft húsfyllir í aðalsalnum.
Hvað minnisstæðastur er skrifara þó kaþólskur prestur frá Írlandi, sem hingað kom vetur einn til að kynna Eyjamönnum kaþólska trú og ágæti hennar. Fékk leigðan salinn í Félagsheimilinu og allnokkrir sem mættu ef skrifara minnir rétt. Í fartogi með honum var nunna ein og saman boðuðu þau fagnaðarerindi kaþólskunnar fyrir Eyjamönnum, með misjöfnum árangri ef skrifari rekur rétt minni til. Svo hið sama kvöld kom upp misskilningur varðandi gistingu þeirra, sem átti að vera frágengin á gistiheimili í Eyjum og þau stóðu uppi húsnæðislaus. Sá ágæti kaþólski prestur spurði skrifara hvort hann gæti skotið skjólshúsi yfir þau í Félagsheimilinu og skrifari tjáði honum að salurinn sunnanvert á 3. hæð væri laus þeim til íveru. �?á kom upp það vandamál að sakir trúarlegra hluta máttu þau tvö, presturinn og nunnan, ekki deila sömu vistarverum að næturlagi. Nú var reyndar annar salur á lausu, aðalsalurinn á 3. hæðinni en skrifari tjáði þeim írsku trúboðum að hann væri ekki reiðubúinn til að deila tveimur aðalsölum hússins til þeirra tveggja.
�?etta vandamál leystist þó á einfaldan hátt þegar kunningi skrifara, sem rak gistiheimili í Eyjum, hafði tvö herbergi laus fyrir þessa góðu boðbera kaþólskrar trúar.
Svo þegar þessi mál voru til lykta leidd, spurði sá ágæti kaþólski prestur skrifara hvort hann hefði nokkurn tíma hugleitt að snúast til kaþólskrar trúar. Skrifari kvað nei við því, sagðist uppalinn í ágætum mótmælendasið og hefði ekki hugsað sér að snúa af þeim vegi.
�??Af hverju ekki að prófa eitthvað nýtt,�?? spurði sá írski. �??Hefurðu einhverju að tapa?�??
�??Minn góði vinuar,�?? svaraði skrifari. �??Í rúmlega tuttugu ár hef ég verið kvæntur sömu konunni. Vissulega kemur að mér sú hugsun, þegar ég er staddur úti á götu og fram hjá mé gengur falleg kona, að ég horfi um öxl og hugsa með mér: �??Af hverju ekki að skipta um og prófa eitthvað nýtt?�?? En ævinlega kemur upp hið sama í hugann: �??�?ú veist hvað þú átt en veist ekkert hvað kemur í staðinn.�??
�?essi rök tók hinn írski vinur minn góð og gild og reyndi ekki frekar að turna mér til kaþólskrar trúar.
�?g veit ekki hvað kom mér til að rifja upp þessa gömlu endurminningu núna í aðdraganda kosninga. En eitthvað hlýtur það að vera.
Sigurgeir Jónsson