Að sturta niður

Mundu að sturta, segja konurnar okkar stundum þegar við erum búnir á klósettinu. Það er ekkert verra en að koma að klósetti með öllu gumsinu frá síðasta notanda. Þetta minnir mann á það hve sjálfsagt okkur finnst vera að sturta niður og óhugsandi þær aðstæður að það væri ekki hægt. Hér áður var vatni safnað af þökum húsa í brunna við heimilin og þá þótti við hæfi að setja vatn í bala og öll systkinin sett í sama fótabaðið. Vestmannaeyingar voru frægir fyrir það að fara sparlega með vatn þar sem brunnurinn mátti ekki tæmast – eðlilega miðað við það að fólk vildi geta sturtað niður.

Vatnsleiðslan
Það voru tímamót í Vestmannaeyjum sumarið 1968 þegar fyrsta vatnsleiðslan var tekin í notkun í Eyjum, og fræg mynd af Nausthamarsbryggju við það tilefni þegar vatni var hleypt í gegnum leiðsluna. Önnur leiðsla kom 1971 og sú þriðja kom 2008. Sú leiðsla er sú eina sem er í lagi ennþá og er orðin 14 ára gömul. Ef hún gefur sig áður en ný leiðsla verður lögð, þá fer maður ekki margar klósettferðir í Eyjum fyrr en mörgum mánuðum síðar. Atvinnulífið, heilbrigðiskerfið og svo má lengi telja verður ekki starfhæft án vatnsleiðslu til Eyja. Það er stórt verkefni sem kallar á aðkomu ríkisins. Við í Sjálfstæðisflokknum ætlum að beita okkur í hagsmunagæslunni fyrir Eyjarnar og tryggja að við náum að sturta niður án truflana í framtíðinni.

Því hér á ég heima
Eyþór Harðarson 1.sæti á D lista Sjálfstæðisflokksins
Gísli Stefánsson 3.sæti á D lista Sjálfstæðisflokksins

Nýjustu fréttir

Minningar um gos – söngvar og sögur í Eldheimum
„Fínasti vertíðarfiskur”
Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.