Fyrir nokkru hlustaði ég á fyrirlestur Ívars Atlasonar um þann merka mann, Gísla J. Johnsen, sem snemma á síðustu öld haslaði sér völl í atvinnulífi Vestmannaeyja. Hann hóf verslunarrekstur aðeins 17 ára gamall. Með verslun sinni og útgerðarrekstri náði hann að minnka umsvif Brydesverslunarinnar og á aðeins 10 árum að bæla niður þá dönsku einokun, sem hér hafði verið í margar mannsaldir. Með útsjónarsemi og dugnaði, ásamt miklu áræði varð hann stærsti atvinnurekandi í Eyjum um margra ára skeið. En velgengni hans varð mörgum þyrnir í augum, og svo fór að hann var settur á „hausinn“. Þegar búið var að gera þrotabúið hans upp kom í ljós að hann átti heilmiklar eignir umfram skuldir.
En það var og er – og verður alltaf kalt á toppnum og þeir sem sáu ofsjónir yfir velgengni hans höfðu sitt fram.
Sumir einstaklingar eru þeirrar gerðar að verða alltaf atkvæðamiklir og áhrifamiklir í sínu umhverfi. Og sumir þeirra verða eiginlega „of stórir“ fyrir lítil byggðarlög og því umdeildir. Það er jú hlutverk þeirra sem stjórna að taka erfiðar ákvarðanir, – þurfa að stíga á margar tær og því fleiri tær sem árin líða. – Þessum einstaklingum er oft sýnd aðdáun og velvild í upphafi síns ferils, en þegar komið er á toppinn byrjar neikvætt umtal og deilurnar. Hvers oft hefur maður ekki fylgst með slíku. – Þannig fékk Sjálfstæðisflokkurinn með Elliða Vignisson í forystu 73% atkvæða í kosningunum 2014 en í síðustu kosningum aðeins 45% , eftir miklar deilur og átök innan flokksins og þá mest um Elliða sjálfan.
Undanfarin ár hafa verið mikil uppgangsár í Eyjum, miklar framkvæmdir, mikið af verkefnum framundan og fjárhagsstaða bæjarfélagsins mjög góð. Í nánast öllum mælingum um búsetuánægju, þjónustu við bæjarbúa, efnahag og velsæld hafa Vestmannaeyjar skorað hátt meðal annarra sveitarfélaga, sem væntanlega segir eitthvað um stjórnun bæjarins. En alltaf má auðvitað gera betur.
Mjög var tekið eftir því á landsvísu hversu skeleggur Elliði bæjarstjóri var í hagsmunabaráttu Eyjanna, kannski svo að sumum þótti nóg um. Engum sem til hans þekkja dylst að hann getur verið harður í horn að taka, en líka ljúfur og skilningsríkur. En nú er hans tími í bæjarstjórastólnum á enda og ég viðurkenni það alveg að ég sé mikið eftir honum – og úrslit bæjarstjórnarkosninganna voru mér ekki að skapi. – Fyrst og fremst held ég að fólk hafi verið að refsa Elliða Vignissyni með því að kjósa ekki Sjálfstæðisflokkinn. – Kannski aðallega fyrir það að hann væri orðinn „of stór“ í sínu hlutverki.
Og því minnist ég á Gísla J. Johnsen í upphafi þessa pistils, – þótt ég ætli ekki að líkja þessum tveimur mönnum saman, – að bæði Gísli J. Johnsen og Elliði guldu fyrir, hvað þeir voru sterkir, atkvæðamiklir og áhrifamiklir, hvor í sínu hlutverki. Gísli átti eftir að rísa upp á ný eftir gjaldþrotið og þá í Reykjavík eftir að hafa hrökklast úr Eyjum. – Elliði verður innan tíðar kynntur sem bæjarstjóri í öðru sveitarfélagi.
– Ég held að sagan eigi eftir að setja Elliða í hóp bestu bæjarstjóra Eyjanna. – Sagan lítur hlutina oft öðrum augum en samtíminn.
Ég vil óska nýjum „meirihluta“ bæjarstjórnar til hamingju með sinn árangur í kosningunum og efast ekki um að það verði vel haldið á málum Vestmannaeyjabæjar. – Sameinuð stöndum við, sundruð föllum við.
Gísli Valtýsson




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.