Aðalfundur ÍBV Íþróttafélags verður haldinn þriðjudaginn 29. apríl kl. 17:00 í Týsheimilinu. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf.
Framboð til aðalstjórnar skulu berast til framkvæmdastjóra félagsins minnst 10 dögum fyrir boðaðan fund. Tilkynningar um framboð skulu því hafa borist fyrir miðnætti 19. apríl á ellert@ibv.is
Tillögur að lagabreytingum skulu berast til aðalstjórnar minnst 10 dögum fyrir boðaðan aðalfund. Allar tillögur er varða meiriháttar breytingu á starfsemi félagsins skulu jafnframt berast aðalstjórn með sama fyrirvara.
Ársreikningar munu liggja fyrir á skrifstofu félagsins frá 22. apríl.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst