Álsey VE landaði 470 tonnum af gulldeplu í Eyjum á þriðjudag. Ólafur Einarsson skipstjóri sagði að veiðar færu rólega af stað og minna að sjá en í fyrra. „Menn eru að vona að þetta sé að aukast en það vantar allan kraft í þetta. Við vorum að á þessum tíma í fyrra og eitthvað fram í febrúar,“ sagði Ólafur en veiðarnar fóru fram við Grindavíkurdýpi og vestur undir Fjöllum við Reykjaneshrygg.