Aðildarfélög BSRB kjósa um verkfallsaðgerðir

BSRB hefur boðað til atkvæðagreiðslu um verkfallsaðgerðir vegna kjaradeilu við Samband íslenskra sveitarfélaga. Forysta BSRB hafnaði kjarasamningstilboði árið 2020 en gerir nú kröfu um að sveitarfélögin bæti fyrir þá ákvörðun bandalagsins.

Samband íslenskra sveitarfélaga vísar alfarið á bug fullyrðingum BSRB um meint misrétti í launum milli starfsfólks sem heyra undir kjarasamning Starfsgreinasambands Íslands annars vegar og bæjarstarfsmannafélaga innan BSRB hins vegar.

Bæði BSRB og SGS bauðst árið 2020 kjarasamningur með gildistíma út september 2023.  Með þeim samningi fylgdi ný launatafla (launatafla 5) sem tók gildi 1. janúar 2023. Forysta SGS samþykkti slíkan samning en forysta BSRB hafnaði samningnum alfarið en samdi þess í stað um styttri samningstíma, til 31. mars 2023, án launatöflu 5.

Krafa forystu BSRB í dag er að félagsmenn þeirra fái engu að síður launatöflu 5 sem þau höfnuðu árið 2020.  Sveitarfélögin árétta að þau hafa að fullu efnt kjarasamning sinn við BSRB.

Lesa má nánar um deiluna hér.

Nýjustu fréttir

Foreldrar Elliða stolt á leið til Danmerkur
Dýpi ekki nægjanlegt í Landeyjahöfn — Herjólfur fer til Þorlákshafnar
Sigurmark ÍBV kom í blálokin gegn Fram
Andlát: Þórunn Pálsdóttir
Mílan Jezdimirovic skrifar undir samning við ÍBV
Aukum loðnuveiðar
Eyjagöng gera samninga um jarðfræðirannsóknir
Kristmundur Axel meðal listamanna á Hljómey
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.