Eyjahljómsveitin Afrek gefur nú út sinn fyrsta geisladisk sem ber nafn sveitarinnar. Diskurinn fór í almenna sölu í síðustu viku en á honum eru tólf frumsamin lög. Upptökur hafa staðið yfir síðasta árið og útkoman lítur nú dagsins ljós. Fjölmargir Eyjamenn koma að gerð disksins en sveitin fjármagnar hann alfarið sjálf.