Af hverju ekki að lækka vöruverð strax?

Bændasamtök Íslands hvetja Bónus til að sýna styrk sinn og heimfæra þessa stefnu upp á íslenskar landbúnaðarvörur og stuðla þannig að verulegri lækkun þeirra nú þegar.

Í auglýsingunni eru neytendum boðnar danskar kjúklingabringur á 499 kr. kg. Hér er miðað við frjálsan innflutning, án allra gjalda. Meðalinnflutningsverð (CIF) á bringum á síðasta ári var 418 kr. kg samkvæmt innflutningsskýrslum. Án virðisaukaskatts er verð á bringunum 439 kr. kg.

�?Samkvæmt þessari auglýsingu er álagning Bónuss 21 króna á hvert kíló af kjúklingabringum eða um 5%. Fyrir þá upphæð á eftir að skipa bringunum upp, aka vörunni til birgðastöðvar, dreifa á sölustaði, selja og taka tillit til vörurýrnunar. Að ekki sé svo minnst á kostnaðinn við að auglýsa vörurna!

Sambærilegar reikningskúnstir eru notaðar til þess að stilla upp freistandi verðdæmum fyrir lambalæri frá Nýja-Sjálandi og frosnar nautalundir. Í báðum tilvikum er álagning fyrirtækisins lítil sem engin.
�?ví verður ekki trúað að Bónus ætli að leggja minna á innfluttar búvörur en innlendar.

Nýjustu fréttir

Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra
Dagvistunarmál til umræðu á fundi fræðsluráðs
Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.