Aglow hefur starfað í Eyjum í 35 ár og er margs að minnast. Margar konur hafa unnið ötulega og hafa sinnt margs konar þjónustu í Aglow.
„Ég er endurnærð og spennt fyrir næsta Aglow fundi sem verður í kvöld 3. sept kl. 19.30 í safnaðarheimili Landakirkju. Við byrjum með veglegum veitingum og við syngjum saman og ætlar Helena Leifsdóttir frá Aglow Garðabæ/Landsstjórn að mæta með gítarinn. Crystal Martin ætlar að tala til okkar, en hún er nýflutt til Íslands ásamt Scott eiginmanni sínum til að sinna starfi meðal háskólanema. Hún talaði á Inspire ráðstefnunni í vor og vorum við sem fórum hrifnar af henni. Crystal er rúmlega fimmtug og er hún að koma í fyrsta skipti til Eyja. Hún talar ensku og ætlar Dagný Dögg Sigurðardóttir frá Selfossi að koma að túlka Crystal. Oddný Garðarsdóttir ætlar að mæta til okkar og fleiri konur ofan af landi. Við eigum því von á góðu kvöldi. Það væri gaman ef sem flestar konur sem hafa tengst Aglow geti sér sér fært að koma og nýjar konur velkomnar,” segir Þóranna M. Sigurbergsdóttir, formaður Aglow í Vestmannaeyjum.
Næstu Aglow fundir verða: 1. október, 5. nóvember og 3. desember. Við Aglow konur horfum með eftirvæntingu fram á við og allar konur eru innilega velkomnar á Aglow samveru í kvöld. Orðskviðir 4.18; Gata réttlátra er eins og bjartur árdagsljómi, því bjartari sem nær líður hádegi.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst