Áfram ASÍ!
27. október, 2022
Ragnar Óskarsson

Það er alkunna að öflugur samtakamáttur getur komið ótrúlega miklu til leiðar. Gott dæmi um þetta er þegar verkalýðshreyfingin stendur saman sem ein og órofa heild. Þá hefur hún unnið sína stærstu sigra. Þá hefur henni miðað hratt áfram í þá átt að skapa það réttláta samfélag þar sem hagur alls almennings fer batnandi.  Þá hefur íslensk alþýða öðlast ýmis mikilvæg réttindi sem ekki verða aftur tekin. Vegna þessa samtakamáttar hafa þau öfl sem sífellt berjast gegn bættum hag almennings oft þurft að lúta í lægra haldi þar sem þeim tekst ekki ætlunarverk sitt, að brjóta verkalýðshreyfinguna á bak aftur.

Nú eru hins vegar blikur á lofti innan verkalýðshreyfingarinnar. Vegið er að samtakamættinum. Þannig getur svo jafnvel farið að verkalýðshreyfingin innan Alþýðusambands Íslands klofni. Það væru vægast sagt afar váleg tíðindi.

Ekkert er óeðlilegt við það að innan verkalýðshreyfingarinnar sé tekist á um áherslur og stefnu á faglegum og hlutlægum nótum, þannig átök sýna einungis styrk og félagslegan þroska. Í umræðunni innan Alþýðusambandsins nú er hins vegar margt sem bendir til þess að umræðan sé hvorki fagleg né hlutlæg. Á undanförnum dögum hefur komið í ljós að ágreiningurinn virðist fyrst og fremst stafa af baráttu um völd innan sambandsins. Og það sem meira er, ekki um völd einstakra aðildarfélaga, heldur valdabaráttu ákveðinna persóna. Sé þetta raunin er illa komið fyrir öflugustu heildarsamtökum launafólks í landinu, Alþýðusambandi Íslands. Sé þetta raunin, missir íslensk verkalýðshreyfing sinn megin slagkraft og trúverðugleika. Og sé þetta raunin er andstæðingum hvers konar verkalýðsbaráttu færð öll vopn í hendur, vopnin sem notuð verða til þess að standa gegn hvers kyns kjarabótum til handa almenningi í landinu, til að gera hina ríku ríkari og hina fátæku fátækari. Svo einfalt er málið.  Þetta hefur saga verkalýðsbaráttu á Íslandi og raunar um allan heim margsinnis sýnt okkur og hér sem ávallt er sagan þrátt fyrir allt ólygnust.

Það er því öllu öðru mikilvægara nú um þessar mundir að koma í veg fyrir að Alþýðusambandi Íslands verði fórnað vegna deilna um persónuleg völd ákveðinna einstaklinga. Þeirra hagsmunir eru nefnilega til skammar og einskis virði í stóra samhenginu. Hagsmunir launafólks eru hér sannarlega í húfi. Þess vegna ber brýna nauðsyn til að efla Alþýðusamband Íslands og gera það að því öfluga tæki sem það þarf að vera og getur verið fyrir íslenskan almenning.

Ragnar Óskarsson

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.