Veðurstofan hefur gefið út appelsíunugula viðvörun fyrir landið allt en suðaustan illviðri gengur yfir landið í kvöld og í nótt, veðrið versnar fyrst sunnanlands. Suðvestan óveður skellur síðan á Suðurlandi í nótt og á Vesturlandi fyrripartinn á morgun.
“Suðaustan 23-30 m/s með snjókomu eða rigningu. Útlit fyrir foktjón og fólki er ráðlagt að ganga frá lausum munum. Verktökum er bent á að ganga vel frá framkvæmdasvæðum. Miklar líkur á samgöngutruflunum og ekkert ferðaveður er á meðan viðvörunin er í gildi,” segir á vef veðurstofunnar.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst