Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur líklegt að fjöldatakmörkunum verði haldið í 500 manns út ágúst. Áður hafði Þórólfur lagt til við heilbrigðisráðherra að 2.000 manns mætti koma saman frá og með 13. júlí. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna í dag.
Þá kom einnig fram að sóttvarnalæknir hefur í hyggju að mæla með því við heilbrigðisráðherra að opnunartími skemmtistaða verði rýmkaður fyrir næstu mánaðarmót. Líklegast er að leyfilegur opnunartími, sem nú má ekki vera lengri en til ellefu að kvöldi, veði framlengdur til miðnættis eða eitt að nóttu.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst