Á fundi bæjarráðs í lok síðasta mánaðar var tekið fyrir erindi frá Markaðsstofa Suðurlands þar sem óskað er eftir samstarfi við Vestmannaeyjabæ á ný um ímyndarsköpun, þróun og markaðssetningu áfangastaðarins Suðurlands í heild. Myndi samningur um slíkt samstarf fela í sér framlag sveitarfélagsins sem samsvarar 430 krónum á hvern íbúa til næstu 3ja ára.
Markmið Markaðsstofunnar er að auka veg ferðaþjónustunnar (og þar með tengdra greina) á Suðurlandi með því að laða gesti til landshlutans og fá þá til að dvelja lengur á Suðurlandi sem og að ferðast vítt og breytt um svæðið. Með því að vinna sameiginlega að hagsmunum ferðaþjónustunnar á Suðurlandi verður stefnumörkunin skýrari, fjármunir betur nýttir og slagkrafturinn meiri.
Í niðustöðu um málið kemur fram að bæjarráð getur ekki orðið við erindinu að svo stöddu.
Tölvupóstur_Markaðaðsstofa Suðurlands.pdf
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst