Ágæti ritstjóri Eyjafrétta
18. janúar, 2021
Jón Pétursson

Sem framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs Vestmannaeyjabæjar vill undirritaður koma á framfæri athugasemdum og útskýringum til blaðsins vegna innihalds í grein sem birtist í Eyjafréttum 1. tbl. 48. árg. þann 13.01.2021 undir fyrirsögninni „Grímulausir gjörningar“. Það skal tekið skýrt fram að tilgangurinn er ekki að taka þátt í deilumáli pólitískra flokka um umsóknar- og ráðningarferla hjá sveitarfélaginu. Ástæðan er fyrst og fremst að leiðrétta og útskýra ráðningu yfirmanns í vinnu- og hæfingarstöðinni Heimaey, verkferla og val á yfirmanni og verja þá starfsmenn sem vinna hjá Vestmannaeyjabæ.

Í greininni er sagt að umsóknir hafi verið sendar á starfsmann sveitarfélagsins sem í þessu tilfelli er ég. Það er ekki rétt. Umsóknirnar voru allar sendar beint til mín en ekki á mig (!). Í reglum bæjarins er það framkvæmdastjóri sviðs sem ræður í stöðu yfirmanna annarra en framkvæmdastjóra sviða og bæjarstjóra. Framkvæmdin, vinnan og umsjón með ráðningunni var því alltaf í mínum höndum.

Áfram í greininni er svo sagt; „Eftiráskýringar hafa þó leitt í ljós að leitað var aðstoðar ráðningarskrifstofu á síðari stigum málsins.“ Nú veit ég ekki hvaðan þessar upplýsingar koma en þetta er ekki heldur rétt (!). Í núverandi reglum Vestmannaeyjabæjar er okkur framkvæmdastjórum gert að leita aðstoðar ráðningarskrifstofa í þeim tilfellum sem verið er að ráða í yfirmannsstöður með mannaforráð. Það var gert í þessu tilfelli.

Varðandi aðkomu ráðningarskrifstofa þá er rétt að geta þess að þær eru einungis til ráðgjafar en taka aldrei við eða yfir ákvörðunarþáttinn við ráðningar. Ábyrgðin á ráðningu verður alltaf hjá yfirmanni hvað sem menn halda með aðkomu ráðningarskrifstofa að ráðningu.

Síðasta athugasemdin mín er svo setningin þar sem vegið er að ákvöðuninni um ráðningu þar sem sú sem ráðin var sé eiginkona sjálfs forseta bæjarstjórnar (!). Það er sjálfsagt mál að koma með athugasemdir með vinnubrögð mín sem yfirmanns hjá bænum en að vega að starfsmönnum Vestmannaeyjabæjar fyrir það hvað þeir eru er að mínu mati lákúra sem á ekki að þekkjast. Því miður hefur það viðgengist t.d. í kostningabaráttunni á sínum tíma. Vinsamlegast hættum því.

Ráðningamál eru eitt af því erfiðasta sem ég tekst á við í mínu starfi og er þó margt þar krefjandi og viðkvæmt. Oft þarf að velja úr mörgum mjög hæfum umsækjendum, sem  eru dætur og synir fólks sem ég þekki vel, frændur og frænkur, vinir og vinkonur o.þ.h. Það er sárt að geta ekki ráðið alla. Ef tengslin eru of mikil óska ég eftir aðkomu annarra að ráðningunni. Hlutverk mitt og skylda er að ráða hæfasta aðilann í starfið og þá ákvörðun þarf ég að geta rökstutt.  Fylgja verður ferlum stjórnsýslunnar og ráðning að byggja á forsendum atvinnuauglýsingar, hvorki meira né minna.

Með vinsemd og virðingu
Jón Pétursson framkvæmdastjóri
Fjölskyldu- og fræðslusviðs Vestmannaeyjabæjar

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst