Nú er næststærstu hátíð ársins lokið og líða fer að þeirri stærstu, Lundaballinu sjálfu. Við og aðrir glöggir menn tókum auðvitað eftir því að brúnin var byrjuð að þyngjast á eðaleyjamönnum í Brekkunni þegar leið á kvöldin á �?jóðhátíð.
�?á litu menn hins vegar til suðurs og við blasti Hellisey, drottningin sjálf, já og auðvitað Myllan. �?á tók gleðin aftur völdin og lífið varð yndislegt, ja reyndar kvörtuðu nokkrir að Hofið hefði komið augnablik inn á sjónarsviðið og það hefði reynst nokkrum erfitt augnablik.
Undirbúningur fyrir Lundaballið er á fullu, skráning fer að hefjast og eins gott að bregast skjótt við þar sem allar líkur er að uppselt verði á ballið, enda sagan þannig að Helliseyjarlundaböll þykja skara framúr. Dagsetningin er sem fyrr laugardagskvöldið 26. september.
F.h. Helliseyjar,
Stængræmssynir.