AGL nýtt verktakafyrirtæki í Vestmannaeyjum

Nýtt verktakafyrirtæki var sett á laggirnar í nóvember í Vestmannaeyjum sem ber nafnið AGL verktakar. Stofnendurnir eru þrír en samtals eru starfsmenn orðnir sjö þrátt fyrir aldur félagsins sé einungis talinn í dögum.

“Það sem við erum að horfa á að sinna í dag er gólfhitafræsun sem er þjónusta sem ekki hefur verið í boði í Vestmannaeyjum áður. Ásamt því að taka að okkur alla almenna smíðavinnu, pípulagnir og steinsögun. Við erum með rafvirkja á höfuðborgarsvæðinu en erum einnig að leita okkur af góðum rafvirkja hér í Eyjum og vonandi gengur það. Annars sjáum við bara til hvernig þetta þróast allt saman hjá okkur,“ sagði Jónas Guðbjörn Jónsson einn eigenda félagsins en auk hans eru í eigendahópnum þeir Jóhann Ingi Óskarsson og Guðjón Pétur Lýðsson. Nánar er rætt við Jónas í nýjasta tölublaði Eyjafrétta sem dreift verður í dag.

Nýjustu fréttir

Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra
Dagvistunarmál til umræðu á fundi fræðsluráðs
Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.