Aglow fundur í kvöld
Landakirkja

Stjórn Aglow í Eyjum óskar ykkur öllum gleðilegs árs árið 2024. Fyrsta Aglow kvöld ársins 2024 verður í kvöld 3. janúar kl. 19.30 í Safnaðarheimili Landakirkju. Það verður gott að koma saman og finna ferskan andlegan blæ og opna okkar andlegu skynjun og ganga áfram veginn. Um áramót hugsum við gjarnan um það sem liðið er og horfum fram á veginn. Við getum ekki breytt fortíð og framtíðin er ekki örugg. Við höfum aðeins líðandi stund. Þóranna M. Sigurbergsdóttir mun segja frá ferð sem þeu hjónin fóru núna í október- nóvember til Keníu þar sem þau heimsóttu marga og eru aðallega að sinna kvennaathvarfi fyrir fátækar og hraktar ungar konur.

Jesús Kristur er í dag og í gær hinn sami og um aldir. Hebreabréfið 13.8

Allar konur velkomnar !
Næstu Aglow fundir; 7. feb, 6. mars , 3. apríl og 1. maí 2024

Nýjustu fréttir

Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.