Aglow fundur í kvöld

Allar konur eru velkomnar á  Aglow samveru í kvöld, miðvikudagskvöldið  3. apríl kl. 19.30 í Safnaðarheimili Landakirkju.

Við byrjum með hressingu og samfélagi og  kl. átta hefst samveran sem verður helguð innihaldi pákanna. Konurnar sem komu að gröfinni á páskadagsmorgni voru mjög hissa – Hann er upprisinn og þegar upprisan er íhuguð er hún eitt mesta undur og kraftverk sögunnar og hornsteinn boðskapar kristinnar trúar. Í flestum kristnum kirkjudeildum eru páskar mesta hátíð kirkjuársins enda nefndu kirkjufeðurnir páskana

Festum festorum eða hátíð hátíðanna. Kristur  er upprisinn. Kristur er sannarlega upprisinn! Hann hefur afmáð dauðann. Og leitt í ljós líf og ódauðleika.  Það er dýrmætt að koma saman og íhuga upprisuboðskapinn, biðja og syngja saman. Seinasti Aglowfundur vetrarins verður 1. maí og verður hann með öðru sniði.

Stjórn Aglow í Eyjum

Nýjustu fréttir

Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra
Dagvistunarmál til umræðu á fundi fræðsluráðs
Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.