Aglow fundur í kvöld
Aglow fundur verður í kvöld í safnaðarheimili Landakirkju. Eyjar.net/TMS

Allar konur eru velkomnar á  Aglow samveru í kvöld, miðvikudagskvöldið  3. apríl kl. 19.30 í Safnaðarheimili Landakirkju.

Við byrjum með hressingu og samfélagi og  kl. átta hefst samveran sem verður helguð innihaldi pákanna. Konurnar sem komu að gröfinni á páskadagsmorgni voru mjög hissa – Hann er upprisinn og þegar upprisan er íhuguð er hún eitt mesta undur og kraftverk sögunnar og hornsteinn boðskapar kristinnar trúar. Í flestum kristnum kirkjudeildum eru páskar mesta hátíð kirkjuársins enda nefndu kirkjufeðurnir páskana  Festum festorum eða hátíð hátíðanna. Kristur  er upprisinn. Kristur er sannarlega upprisinn! Hann hefur afmáð dauðann. Og leitt í ljós líf og ódauðleika.  Það er dýrmætt að koma saman og íhuga upprisuboðskapinn, biðja og syngja saman. Seinasti Aglowfundur vetrarins verður 1. maí og verður hann með öðru sniði, segir í tilkynningu frá stjórn Aglow í Eyjum.

 

Nýjustu fréttir

„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Mikill áhugi á Eyjagöngum
Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Kveikjum neistann: Jákvæðar vísbendingar
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.