Agnes Líf Sumarstúlka Vestmannaeyja
Í gærkvöldi fór fram Sumarstúlkukeppni Vestmannaeyja með pompi og prakt þar sem Agnes Líf Sveinsdóttir bar sigur úr bítum. Keppnin var öll hin glæsilegasta og sjá mátti að stúlkurnar höfðu lagt mikla vinnu á sig undanfarnar vikur. Stúlkurnar komu fjórum sinnum fram, fyrst sýndu þær danshæfileika sína við góðar undirtektir áhorfenda, svo var boðið upp á tískusýningu frá Axel �? og Sölku. Að lokum komu stelpurnar fram í kjólum þar sem áhorfendur fengu að kynnast þeim aðeins nánar og sjá myndir úr lífi þeirra.
Hápunktur kvöldsins var þegar verðlauna afhendingin fór fram. Elísabet Bára Baldursdóttir var kosin vinsælasta stúlkan en stelpurnar kjósa sjálfar vinsælustu stúlkuna.
Margrét Lára Hauksdóttir er ljósmyndafyrirsæta Vestmannaeyja, Steiney Arna Gísladóttir var valin Sportstúlkan, Svanhildur Eiríksdóttir hlaut titilinn Bjartasta brosið og Agnes Líf Sveinsdóttir er Sumarstúlka Vestmannaeyja árið 2015.
Nánar verður fjallað um keppnina í næsta tölublaði Eyjafrétta

Nýjustu fréttir

Elliði Snær skoraði átta mörk í jafntefli Íslands
Fylgi flokkanna í Eyjum
Komu inn vegna veðurs
Afslættir hverfa með bættu raforkuöryggi
Jason Stefánsson meðal útskriftarnema FÍV 
Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.