Vatnsleiðsla til Vestmannaeyja var til umræðu á fundi bæjarráðs í vikunni sem leið. Bæjarráð fór yfir stöðuna á framgangi undirbúnings lagningu nýrrar vatnsleiðslu milli lands og Eyja. Undirbúningshópur hefur verið í samskiptum við HS veitur um málið og aðilar eru sammála um mikilvægi þess að leggja nýja vatnslögn. Skipuð hefur verið verkefnastjórn um verkið hjá HS veitum þar sem vilji stendur til að undirbúningur þessa viðamikla verkefnis gangi hratt og vel.
Bæjarráð þakkar í niðurstöðu sinni upplýsingarnar og ítrekar áhættuna á því að reka bæjarfélagið á einni vatnslögn í sjó.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst