Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni brotnaði rör hjá Álfsnesinu í nótt og er skipið því farið til Þorlákshafnar til viðgerðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Herjólfi ohf.
Þar segir jafnframt að þrátt fyrir einmuna veðurblíðu í Landeyjahöfn hefur gengið illa að dýpka síðan dýpið var mælt laugardaginn sl. og staðan því lítið breyst. Því liggur fyrir að áfram þarf að sigla á háflóðum til Landeyjahafnar ef mögulegt er og ljóst að öll viðmið við siglingar þannig lækka vegna ónægs dýpis.
Búið er að gefa siglingaáætlun út fimmtudag. Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 09:00 og 20:30. Brottför frá Landeyjahöfn kl. 11:00 og 22:00.
Hvað varðar siglingar fyrir föstudag verður gefin út tilkynning eftir hádegi á morgun fimmtudag.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst