Álfsnesið bilað
Alfsnes_DSC_1851
Álfsnes fyrir utan Landeyjahöfn. Eyjar.net/Óskar Pétur Friðriksson

Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni brotnaði rör hjá Álfsnesinu í nótt og er skipið því farið til Þorlákshafnar til viðgerðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Herjólfi ohf.

Þar segir jafnframt að þrátt fyrir einmuna veðurblíðu í Landeyjahöfn hefur gengið illa að dýpka síðan dýpið var mælt laugardaginn sl. og staðan því lítið breyst. Því liggur fyrir að áfram þarf að sigla á háflóðum til Landeyjahafnar ef mögulegt er og ljóst að öll viðmið við siglingar þannig lækka vegna ónægs dýpis.

Búið er að gefa siglingaáætlun út fimmtudag. Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 09:00 og 20:30. Brottför frá Landeyjahöfn kl. 11:00 og 22:00.

Hvað varðar siglingar fyrir föstudag verður gefin út tilkynning eftir hádegi á morgun fimmtudag.

Nýjustu fréttir

Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.