Vestmannaeyjahlaupið fór fram síðastliðin laugardag, fjöldi hlaupara tók þátt á öllum aldri og lét veðrið ekki stoppa sig en aðstæður voru ekki þær bestu til hlaups.
Magnús Bragason, einn af skipuleggjundum hlaupsins sagði í samtali við Eyjafréttir vera sáttur við hvernig til tókst. ,,Veðrið setti auðvitað strik í reikninginn, ég var ekki vongóður þegar ég leit á veðurspánna á föstudeginum en það rættist úr því. Aðsókn var með besta móti, meiri en í fyrra og allir þeir sem voru skráðir hlupu en það komu færri en við áttum von á á síðustu stundu og ég kenni veðrinu um það. Í ár komu einstaklingar úr mörgum hlaupahópum en ég var að vonast eftir að það kæmi stór hópur að morgni hlaups en það verður bara á næsta ári,�?? sagði Magnús en allir helstu hlauparar landsins tóku þátt þar á meðal Kári Steinn Karlsson, en hann hefur tekið þátt í öllum Vestmannaeyjahlaupunum en í ár tók hann �??ekki nema�?� tíu kílómetra. ,,Hann var sex sekúndum frá sínu besta í Vestmannaeyjahlaupinu sem segir að hann er allur að koma til en hann hefur ekki verið að hlaupa mikið undanfarið.�??
Aðstandendur hlaupsins vildu koma á framfæri sérstökum þökkum til allra þeirra styrktar- og sjálfboðaliða sem komu að hlaupinu. ,, Að vera brautavörður, standa úti í þrjá tíma í svona veðri er ekki síður erfitt eins og að taka þátt. �?g vil þakka öllum sem lögðu okkur lið, án þeirra væri ekki hægt að halda úti svona glæsilegu hlaupi,�?? sagði Magnús en allur hagnaður hlaupsins í ár hefur verið gefin í góðgerðarmál.
Viðtalið birtist í nýjasta tölublaði Eyjafrétta.