Á dögunum var farið út í Suðurey í smölun en í Vestmannaeyjum er fé í úteyjum. Óskar Pétur Friðriksson, ljósmyndari Eyjafrétta.is slóst með í för nokkurra kappa sem sóttu féð fyrir veturinn. Auk þess þurfti að bólusetja féð sem verður í eyjunni í vetur. Hópur smalamanna samanstóð af mönnum frá 16 ára og upp í ellilífeyrisþega en eins og Óskar Pétur segir í ferðasögu sinni sem má lesa hér að neðan, þá var ekkert kynslóðabil í ferðinni, allir jafnir nema Óli Týr var jafnastur enda fjallakóngur og stjórnaði öllu með prýði. Smelltu á meira til að sjá fleiri myndir úr ferðinni og lesa ferðasöguna.