Eyjakonur eiga enn fína möguleika á að komast áfram í Áskorendabikar Evrópu í handknattleik eftir fyrri leik sinn við Knjaz Milos í Serbíu í dag.
ÍBV tapaði leiknum engu að síður, 30:28, eftir að hafa einnig verið tveimur mörkum undir í hálfleik, 17:15. Báðir leikirnir fara fram í Serbíu og er sá seinni á morgun, þar sem ÍBV þarf því að vinna upp tveggja marka forskot.
Hin litháenska Greta Kavaliauskaite var markahæst ÍBV í dag með 7 mörk, Telma Amado skoraði 6, og þær Vera Lopes og Ester �?skarsdóttir 5 mörk hvor.