ÍBV stelpurnar mæta Selfyssingum í fjögurra liða úrslitum bikarkeppninnar í kvöld í Laugardalshöll kl.20:15. ÍBV liðið er fyrir fram talið mun sigurstranglegra en það getur allt gerst í bikarkeppni.
Að sögn Vilmars Þórs Bjarnasonar, framkvæmdastjóra handknattleiksdeildar ÍBV er enn laust í rútuferðir á leikinn. “Við viljum hvetja Eyjamenn til að fjölmenna. Það er mögulegt er að fara með 17:00 ferðinni frá Eyjum, rúlla beint á leikinn og komast svo heim með 00:00 ferð Herjólfs, en þau breyttu áætlun til að gera fólki þetta kleift. Við erum með opna skráningu í rútuferð, hægt er að sjá skráningarform í rútuna hérna: https://forms.office.com/e/3dRZYWdcyL”
ÍBV hefur sent frá sér leikskrá að þessu tilefni en hana má nálgast hérna: https://issuu.com/ibvsport/docs/final_4_leikskra_ibv_2023





















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.