Mikill snjór er nú í Vestmannaeyjum og algjörlega ófært fyrir fólksbíla. Lögregla vill koma þeim tilmælum til fólks að fara alls ekki á ferðina á fólksbílum og dæmi eru um að vel útbúnir jeppar hafi fest sig á götum bæjarins í morgun. Björgunarsveit Vestmannaeyja var kölluð út um fimmleytið í nótt til aðstoðar. Öllu skólahaldi í Eyjum er frestað vegna ófærðarinnar og fólk beðið um að halda sig heima við.