Alpasvölungur sást í Ystakletti í Vestmannaeyjum í síðustu viku en þetta er fjórði fuglinn af þessari tegund sem finnst hér á landi. Þetta kemur fram á vefnum fuglar.is sem birtir fréttir um sjaldgæfa fugla sem heimsækja Ísland. Þar má lesa um að tígulþerna hafi sést í Flóa og rósastari í Öræfum. Þá hefur stútsgoði sést í Vopnafirði.