Annar karfatúr Bergs á einni viku
Bergur Nyr Opf
Bergur VE. Eyjafréttir/Eyjar.net: ÓPF

Ísfisktogarinn Bergur VE landaði fullfermi af karfa í Þorlákshöfn á laugardaginn. Þetta var annar karfatúr skipsins á einni viku.  Haft er eftir Jóni Valgeirssyni skipstjóra á vef Síldarvinnslunnar að veiðin hafi gengið vel.

“Það var einfaldlega fantakarfaveiði á Fjöllunum á Reykjaneshryggnum. Það gekk hratt og vel að fylla skipið rétt eins og í karfatúrnum á undan. Við lönduðum í Þorlákshöfn vegna goslokahátíðar því þá er Herjólfur upptekinn í öðrum verkefnum en að flytja fisk á milli Eyja og lands. Það var haldið til veiða á ný strax að löndun lokinni og þá var farið austur á Stokksnesgrunn að reyna við ýsu. Það var ágæt ýsuveiði þar til að byrja með en svo datt hún niður og þá færðum við okkur á Lónsbugtina þar sem við erum nú í blíðunni að reyna við kola. Ég geri ráð fyrir að við löndum í Eyjum í dag,”

segir Jón.

Nýjustu fréttir

Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra
Dagvistunarmál til umræðu á fundi fræðsluráðs
Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.