Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti í gær fjárhagsáætlun fyrir árið 2010. Í fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2010 er gert ráð fyrir að A-hluti sveitarsjóðs skili afgangi upp á rúmar 132 milljónir. Þó er gert ráð fyrir að útsvarstekjur verði tæplega 10% minni en rauntekjur útsvars vegna ársins 2009. Tekjuáætlun er því varfærin. Gert er ráð fyrir að heildarframlög frá Jöfnunarsjóði verði 2% lægri en þau voru árið 2009, en borið saman við heildarframlög Jöfnunarsjóðs árið 2008 er gert ráð fyrir tæplega 44% lækkun framlaga frá sjóðnum.