Að gefnu tilefni þá neyðumst við því miður að endurtaka þessi tilmæli ein áramótin enn.
Þar sem áramótin eru nú á næsta leiti viljum við enn og aftur biðja fólk um að sýna skynsemi og fara sérstaklega varlega með flugeldana, ekki síst hvað varðar staðsetningu og svo frágang eftir notkun.’
-EKKI staðsetja nálægt brennanlegu efni, þurrum gróðri (eða bensíndælum?)
-EKKI henda notuðum tertum í kör eða tunnur án þess að bleyta vel í þeim með vatni og slökkva allar glæður og elda.
-Nota hlífðargleraugu?
SÍÐAST EN EKKI SÍST…..NEYÐARSÓLIRNAR
Sem fyrr vill slökkviliðið beina þeim eindregnu tilmælum til ALLRA þeirra sem hafa aðgang að svokölluðum neyðarsólum(fallhlífarblysum) að skjóta þeim EKKI UPP um áramótin eða Þrettándann, heldur koma t.d. útrunnum vörum í örugga eyðingu.
Þó svo að þessar sólir séu fallegar á himni þá eru því miður allt of mörg dæmi þess að þær falli logandi til jarðar þar sem þær halda áfram að brenna og hafa oft valdið miklum skaða á gróðri og mannvirkjum.
Aðeins rúmum klukkutíma eftir síðustu áramót varð töluverður gróðureldur í sumarhúsahverfi Ofanleitis eftir að þar lentu logandi neyðarsólir en á svæðínu eru mörg sumarhús úr timbri og ljóst að skemmdir hefðu getað orðið töluvert meiri en bara á gróðri.
Verum því skynsöm og gefum slökkviliðinu og öðrum viðbragðsaðilum frí um áramótin og völdum ekki óþarfa tjóni og slysum.
Bestu óskir um farsælt og gleðilegt nýtt ár.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst