Árni Johnsen er látinn
7. júní, 2023

Árni Johnsen, fyrrum alþingismaður lést um kvöldmatarleytið í gær 79 ára að aldri á Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum. Eftirlifandi kona hans er Halldóra Filippusdóttir, fyrrum flugfreyja. Sonur Árna og Halldóru var Breki sem er látinn. Halldóra átti Hauk A. Clausen en hann og Breki létust með stuttu millibili árin 2017 og 2018. Fyrir átti Árni dæturnar Helgu Brá og Þórunni Dögg.

Árni var fæddur í Vestmannaeyjum 1. mars 1944. Foreldrar: Poul C. Kanélas og Ingibjörg Á. Johnsen. Hún átti síðar Bjarnhéðin Elíasson skipstjóra og útgerðarmann í Vestmannaeyjum. Árni var kennari í Vestmannaeyjum 1964–1965 og í Reykjavík 1966–1967. Starfsmaður Surtseyjarfélagsins með aðsetur í Surtsey sumar og haust 1966 og 1967. Blaðamaður við Morgunblaðið 1967–1991. Dagskrárgerðarmaður við Ríkisútvarpið og við Sjónvarpið frá stofnun þess.

Árni vann að margs konar félagsmálum í Vestmannaeyjum og víðar. Var formaður tóbaksvarnanefndar 1984–1988. Í stjórn Grænlandssjóðs 1987–2001, í flugráði 1987–2001, í Vestnorræna þingmannaráðinu 1991–2001, formaður þess um tíma. Í stjórn Norrænu stofnunarinnar á Grænlandi, NAPA, um árabil. Formaður byggingarnefndar Þjóðleikhússins 1988–2001 og formaður stjórnar Sjóminjasafns Íslands 1989–1992.

Árni var alþingismaður Suðurlands fyrir Sjálfstæðisflokkinn 1983–1987, 1991–2001 og Suðurkjördæmis 2007–2013. Varaþingmaður febrúar–mars 1988, nóvember 1989, mars–apríl 1990, janúar–febrúar 1991. Sat í fjárlaganefnd 1991–2001, samgöngunefnd 1991–2001 og 2007–2011 (formaður 1999–2001), menntamálanefnd 1991–2001, félagsmálanefnd 2007, félags- og tryggingamálanefnd 2007–2009, umhverfis- og samgöngunefnd 2011–2013 og í Íslandsdeild Vestnorræna ráðsins 1994–2001 og 2007–2013, formaður 1996–2001.

Árni skráði viðtalsbækur og bækur um gamanmál alþingismanna, skrifað hundruð greina í Morgunblaðið og önnur blöð, einnig samið svítu, sönglög og sungið og spilað eigin lög og annarra á hljómplötur.

Upplýsingar af vef Alþingis, althingi.is.

Árni Johnsen var oft umdeildur en í öllum hans störfum áttu Eyjamenn Hauk í Horni. Kom hann að og hafði forgöngu að ýmsum framfaramálum og var alltaf tilbúinn að rétta fólki hjálparhönd. Hann startaði Brekkusöngnum árið 1977 þegar þjóðhátíð var haldin í fyrsta skipti á Herjólfsdal eftir gosið 1973. Stóð hann vaktina á Brekkusviðinu í meira en þrjá áratugi.

Mynd Óskar Pétur.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida EF 3 Tbl 25
3. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Vsv Logo Blue Vsv
29. apríl 2025
17:00
Aðalfundur Vinnslustöðvarinnar
Aðalfundur ÍBV Íþróttafélags
29. apríl 2025
17:00
Aðalfundur ÍBV Íþróttafélags
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst