Arnór í atvinnumennsku
Arnor_ibv_DSC_6463 (1)_op
Arnór Viðarsson í leik með ÍBV. Mynd/Óskar Pétur Friðriksson

Arnór Viðarsson hef­ur skrifað und­ir þriggja ára samn­ing við danska úr­vals­deild­ar­fé­lagið Fredericia. Arnór hittir þar fyrir Guðmund­ Þ. Guðmunds­son sem þjálf­ar liðið en einnig leikur Ein­ar Þor­steinn Ólafs­son með liðinu. Hann lýk­ur tíma­bil­inu með ÍBV og geng­ur til liðs við Fredericia í sum­ar.

Arnór hefur leikið alla sína tíð með ÍBV og var bikarmeistari með liðinu 2020 og Íslandsmeistari með liðiniu núna í fyrra. Arnór var nýverið valinn íþróttamaður Vestmannaeyja.

Í tilkynningu frá handknattleiksdeild ÍBV segir: „Við hjá ÍBV erum ótrúlega stolt af þessu frábæra tækifæri sem Arnór er að fá. Við viljum þakka honum innilega fyrir frábæran tíma hjá ÍBV og óskum honum velfarnaðar á stóra sviðinu og munum fylgjast vel með honum þar.“

Nýjustu fréttir

Eyjafréttir í nýjum búningi á nýju ári
ÍBV tekur á móti Fram í kvöld
Elliði maður leiksins og Ísland í undanúrslit
Beðið með eftirvæntingu eftir loðnuráðgjöf
KR-ingur á láni til ÍBV
Elliði Snær skoraði átta mörk í jafntefli Íslands
Fylgi flokkanna í Eyjum
Komu inn vegna veðurs
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.