Ásgeir Snær fór úr axlarlið

Handknattleikslið ÍBV varð fyrir blóðtöku á laugardaginn í sigurleiknum á Val í Olísdeild karla. Örvhenta skyttan, Ásgeir Snær Vignisson, sem kom til liðsins í sumar frá Val, fór úr hægri axlarlið í leiknum sem ÍBV vann, 28:24. Fyrir vikið leikur Ásgeir Snær ekki með ÍBV-liðinu á næstunni.

Kristinn Guðmundsson, annar þjálfari ÍBV, staðfesti þetta við handbolta.is í dag.

„Við vitum ekki enn hve alvarlegt þetta er. En við búum okkur undir að Ásgeir gæti þurft að fara í aðgerð. Fyrsta skrefið er að fá tíma hjá sérfræðilækni til þess að fá vandaða og ítarlega skoðun,“ sagði Kristin og bætti við að alveg væri óvíst hversu lengi Ásgeir Snær verði frá keppni af þessum sökum. Það skýrðist betur þegar í ljós kemur hvort Ásgeir Snær þarf að fara í aðgerð eða ekki.

Nýjustu fréttir

Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Mikill áhugi á Eyjagöngum
Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Kveikjum neistann: Jákvæðar vísbendingar
Hvattning til Eyjamanna
Heilsuefling starfsfólks fær aukið vægi
Handhafar Fréttapýramída 1992-95
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.