Áskorun til HSU - Afleysingamál leikfimikennara og virknifulltrúa

Í nokkurn tíma hafa verið starfandi virknifulltrúi, sem hefur séð um og haldið vel úti félagsstarfi fyrir heimilisfólk á Hraunbúðum og þá hefur einnig verið starfandi leikfimikennari, sem hefur séð um almenna hreyfingu og leikfimi fyrir heimilisfólk.  Við í Hollvinasamtökunum höfum tekið eftir að góður rómur hefur verið gerður af starfi þessara einstaklinga og þátttaka almennt góð í þeirra mjög svo mikilvæga starfi.  Það skiptir afar miklu máli fyrir daglega „rútínu“ heimilisfólks að þetta mikilvæga starf falli ekki niður eða löng hlé verði á því.  Hjá heimilisfólki er þetta einn af fáu föstu punktunum í daglegri „rútínu“ að ekki sé talað um hvað það skiptir miklu máli fyrir fólkið að hittast og hreyfa sig. 

Nú bregður svo við að þessir starfsmenn þurfa sumarfrí eins og lög gera ráð fyrir og við höfum af því verulegar áhyggjur að ekki sé búið að ráða afleysingu í þeirra verkefni.  Þessu hefur verið ábótavant í nokkur ár og við hreinlega megum og eigum ekki að sætta okkur við að svo mikilvægt starf sé hreinlega lagt niður í margar vikur á ári hverju.   

Við skorum hér með á stjórnendur HSU að bregðast hratt við og biðlum einnig til stjórnenda bæjarins um að þau styðji við sitt allra besta fólk og þrýsti á að úr þessu verði bætt strax, þ.e. að brugðist verði við strax á þessu ári. 

 

Með vinsemd og virðingu 

f.h. Hollvinasamtaka Hraunbúða 

 

Halldóra Kristín Ágústsdóttir formaður 

Nýjustu fréttir

Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra
Dagvistunarmál til umræðu á fundi fræðsluráðs
Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.