Bæjarráð Vestmannaeyja auglýsir nú eftir eftir styrkjum til að styðja við og efla menningar-, lista-, íþrótta-, og tómstundatengd verkefni og viðburði. Úthlutun fer fram tvisvar sinnum á ári.
Markmið sjóðsins er að efla fjölbreytt mannlíf í Vestmannaeyjum með því að styðja einstaklinga, félagasamtök og listahópa. Með styrkjum er lögð áhersla á að hvetja til sköpunar og framkvæmd verkefna og viðburða á sviði menningar, lista, íþrótta og tómstunda.
Til að sækja um þurfa listamenn, einstaklingar og félagasamtök að vera skráð í Vestmannaeyjum. Einnig þarf verkefnið eða viðburðurinn að fara fram í Eyjum.
Umsóknum skal skilað rafrænt í gegnum íbúagátt á vef Vestmannaeyjabæjar.
Við mat á umsóknum metur bæjarráð menningar- og listatengd verkefni, en fjölskyldu- og tómstundaráð sér um íþrótta- og tómstundaverkefni. Litið er til markmiða verkefna og hvernig þau nýtast samfélaginu. Þá er einnig horft til raunhæfis, kostnaðaráætlunar og tíma- og verkáætlunar.
Umsóknarfrestur er til og með 6. október 2025.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst