Bæjarráð Vestmannaeyja auglýsir nú eftir eftir styrkjum til að styðja við og efla menningar-, lista-, íþrótta-, og tómstundatengd verkefni og viðburði. Úthlutun fer fram tvisvar sinnum á ári.
Markmið sjóðsins er að efla fjölbreytt mannlíf í Vestmannaeyjum með því að styðja einstaklinga, félagasamtök og listahópa. Með styrkjum er lögð áhersla á að hvetja til sköpunar og framkvæmd verkefna og viðburða á sviði menningar, lista, íþrótta og tómstunda.
Til að sækja um þurfa listamenn, einstaklingar og félagasamtök að vera skráð í Vestmannaeyjum. Einnig þarf verkefnið eða viðburðurinn að fara fram í Eyjum.
Umsóknum skal skilað rafrænt í gegnum íbúagátt á vef Vestmannaeyjabæjar.
Við mat á umsóknum metur bæjarráð menningar- og listatengd verkefni, en fjölskyldu- og tómstundaráð sér um íþrótta- og tómstundaverkefni. Litið er til markmiða verkefna og hvernig þau nýtast samfélaginu. Þá er einnig horft til raunhæfis, kostnaðaráætlunar og tíma- og verkáætlunar.
Umsóknarfrestur er til og með 6. október 2025.





















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.