Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular veður viðvaranir fyrir Suðurland og miðhálendið. Á Suðurlandi tekur viðvörunin gildi á morgun, 16 sep. kl. 12:00 og gildir til kl. 18:00 samdægurs.
Í viðvörunarorðum segir: Austan og suaðustan 15-23 m/s, hvassast undir Eyjafjöllum og í Selvogi með vindhhviður að 35-40 m/s. Varasamt ökutækjum, sem viðkvæm eru fyrir vindum.
Á þriðjudag:
Suðvestlæg átt, víða 5-13 m/s og smá skúrir, en gengur í austan og suðaustan 10-15 með rigningu um kvöldið. Hiti 8 til 15 stig, hlýjast austantil.
Á miðvikudag:
Suðaustlæg átt, 10-18 m/s og rigning eða skúrir, en norðlægari norðvestantil. Úrkomulítið á Norðausturlandi. Hlýnandi veður í bili.
Á fimmtudag:
Hæg suðvestlæg eða breytileg átt og skýjað, en lengst af þurrt. Hiti 3 til 10 stig.
Á föstudag:
Fremur hæg suðaustlæg átt og lítilsháttar væta, en þurrt að kalla fyrir norðan og austan. Milt veður.
Á laugardag:
Útlit fyrir hægviðri, skýjað og þurrt.
Spá gerð: 15.09.2024 07:56. Gildir til: 22.09.2024 12:00.
Það verður norðan og norðvestan 5-10 m/s en 10-15 á austanverðu landinu framan yfir hádegi. Skýjað og rigning eða slydda norðaustanlands, jafnvel snjókoma inn til landsins, en styttir upp síðdegis. Yfirleitt bjart í öðrum landshlutum. Lægir í kvöld. Hiti 3 til 12 stig, hlýjast sunnanlands.
Vaxandi austanátt á morgun og fer að rigna, fyrst sunnanlands. Austan og suðaustan 10-18 m/s með rigningu í flestum landshlutum seinnipartinn, en úrkomuminna norðaustanlands. Hiti 6 til 12 stig.
Snýst í suðvestan 5-13 á þriðjudag með dálítilli vætu en þurrt að kalla austantil. Vaxandi austanátt með rigningu um mest allt land um kvöldið. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast fyrir austan.
Spá gerð: 15.09.2024 05:28. Gildir til: 16.09.2024 00:00.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst