Innleiðing gengur vel

Fjölskyldu- og tómstundaráð Vestmannaeyja tók fyrir samþætta þjónustu í þágu farsældar barna á fundi sínum í liðinni viku. Þar fór umsjónarfélagsráðgjafi yfir stöðu samþættrar þjónustu í þágu barna. Vestmannaeyjabær er að hefja sitt þriðja ár í að vinna eftir lögum um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna en opnað var fyrir umsóknir í byrjun árs […]
Ísey María til æfinga með U15

Magnús Örn Helgason, landsliðsþjálfari U15 kvenna hjá KSÍ, hefur valið Ísey Maríu Örvarsdóttur, leikmann ÍBV í hóp til úrtaksæfinga dagana 26.-28. febrúar 2024. Fram kemur á vefsíðu ÍBV að æfingarnar fari fram í Miðgarði, knattspyrnuhúsi í Garðabæ og spilað verður æfingaleik við Stjörnuna (4. fl. kk) á Samsungvellinum. Er Ísey Maríu óskað innilega til hamingju […]
Lætur af störfum eftir 23 ára starf

Elsa Valgeirsdóttir var heiðruð á aðalfundi Golfklúbbs Vestmannaeyja sem fram fór nýverið. Elsa hefur verið framkvæmdastjóri klúbbsins undanfarin 23 ár en hefur látið af störfum. Karl Haraldsson hefur verið ráðinn í hennar stað. Í tilkynningu á heimasíðu GV segir að Elsa hafi unnið ótrúlegt starf fyrir klúbbinn. „Hún hefur gengið í öll störf innan félagsins. […]
Önnur bandarísk til ÍBV

Bandaríska knattspyrnukonan Natalie Viggiano hefur skrifað undir samning við knattspyrnudeild ÍBV og kemur því með að leika með liðinu í Lengjudeild kvenna í sumar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Natalie sem er 23 ára, var valin í NWSL draftinu í fyrra nr. 46 í lið OL Reign, sem nú heitir Seattle Reign. Áður […]
Vilja fund með ráðherra vegna þjóðlendukröfu

Þjóðlendukröfur íslenska ríkisins voru til umræðu á fundi bæjarráðs Vestmannaeyja í vikunni. Líkt og áður hefur komið fram lýsti fjármála- og efnahagsráðherra, f.h. íslenska ríkisins, þann 2. febrúar sl. kröfum um lönd í Vestmannaeyjum sem óbyggðanefnd hefur skorið úr um að séu þjóðlendur sbr. lög nr. 58/1998. Samkvæmt kröfulýsingu er um að ræða hluti lands […]
Síðdegisferð Herjólfs til Þorlákshafnar

Herjólfur siglir eina ferð á háflóði til Landeyjahafnar í dag, laugardag. Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00. Brottför frá Landeyjahöfn kl. 10:45. Gert er ráð fyrir hækkandi ölduhæð þegar líður á daginn, ásamt vindi. Siglir Herjólfur því til Þorlákshafnar seinni ferð dagsins. Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 16:00. Brottför frá Þorlákshöfn kl. 19:45. Þetta kemur fram í […]
ÍBV leikur fyrir norðan í dag

Einn leikur fer fram í Olís deild karla í dag. Þar mætast KA og ÍBV í KA heimilinu. ÍBV í fjórða sæti með 20 stig á meðan KA er í níunda sæti með 10 stig. Bæði lið hafa leikið 15 leiki. Leikurinn hefst klukkan 14.30 í dag. (meira…)
ÍBV og Afturelding mætast í dag

Þrír leikir fara fram í Olís deild kvenna í dag, laugardag. Í Eyjum tekur ÍBV á móti Aftureldingu. Eyjaliðið í fjórða sæti deildarinnar af afloknum 15 leikjum. Þess ber að geta að flest liðin hafa leikið 17 leiki og á það við um andstæðinga ÍBV í dag. Afturelding er í næst neðsta sætinu með 6 […]
Góður hagnaður þrátt fyrir áföll

Stjórn HS Veitna hf. samþykkti á fundi sínum í dag ársreikning félagsins vegna ársins 2023. Hagnaður fyrirtækisins nam 1.023 m.kr. á móti hagnaði árið 2022 uppá 806 m.kr. Hagnaður af reglulegum rekstri hækkaði um 293 m.kr. Hagnaður fyrir fjarmagnsliði jókst um 292 m.kr. Tekjur hækkuðu um 1.207 m.kr. þar af 1.004 m.kr. vegna tekna af […]
Bandarískur varnarmaður til ÍBV

Bandaríska knattspyrnukonan Lexie Knox hefur skrifað undir samning við knattspyrnudeild ÍBV og mun því koma til með að spila með liðinu í Lengjudeild kvenna í sumar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Lexie er 25 ára varnarmaður sem hefur leikið í Noregi, Albaníu og einnig í háskólaboltanum í Bandaríkjunum. Hún var lykilmaður í albanska […]